Fyrirtæki Einstaklingar Um TVG Xpress

Almennar sendingar / Standard delivery

Við sjáum um móttöku og dreifingu á vörum fyrir fjölmargrar erlendar vefverslanir og er tískuvöruverslunin ASOS þeirra á meðal.

Nokkrir punktar varðandi almennar sendingar:

Við sendum þér tilkynningu þegar pakkinn þinn er tollafgreiddur og tilbúinn til afgreiðslu.


Afhending á höfuðborgarsvæðinu
Þú getur komið í vöruhúsið okkar og sótt milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Greiddu endilega aðflutningsgjöld í gegnum Pei greiðsluhlekk áður en varan er sótt til að flyta fyrir afgreiðslu.

Þú getur líka pantað þér heimakstur eða að sækja sendinguna þína í sjálfsafgreiðslubox í þínu nágrenni.


Afhending á landsbyggðinni
Eftir að öll gjöld hafa verið greidd í gegnum Pei greiðsluhlekk fara sendingar á landsbyggðina til Flytjanda næsta dag.
Viðskiptavinir á landsbyggðinni geta sótt sínar sendingar á afgreiðslustaði Flytjanda um allt land. Viðskiptavinir fá senda tilkynningu þegar pakkinn er komin á áfangastað.
Sjá nánar um afhendingarstaði á vefsíðu Flytjanda.


Hvar geturðu sótt í Reykjavík?
Vöruhús okkar er í Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík.


Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 5 600 750 og í gegnum netfang TVG Xpress.

Smellið á myndina hér að neðan til að fá upp kort á Google Maps