Við sjáum um dreifingu fyrir ýmsar innlendar netverslanir. Þú ættir að fá allar upplýsingar um þína sendingu sendar með SMS en ef einhverjar spurningar vakna þá viljum við endilega heyra frá þér í gegnum netfangið okkar eða í síma 5 600 750.
Við sjáum um móttöku og dreifingu á vörum fyrir fjölmargrar erlendar netverslanir.
Við sendum þér tilkynningu þegar pakkinn þinn er tilbúinn til tollafgreiðslu og þar velur þú afhendingarleið í gegnum Pei greiðsluhlekk.
HEIMAKSTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Heimakstur pakka á höfuðborgarsvæðinu fer fram milli kl. 16 og 22 alla virka daga.
Greiða þarf í gegnum Pei greiðsluhlekk og ef öll gjöld eru greidd fyrir kl. 14 eru pakkar keyrðir út samdægurs. Ef greitt er eftir kl. 14 fara pakkar í útkeyrslu daginn eftir.
Ekki er hægt að biðja um afhendingu pakka á ákveðnum tíma dags vegna þess fjölda sendinga sem akstursdeildin okkar keyrir út á hverjum degi.
Hins vegar er hægt að óska eftir heimkeyrslu á ákveðnum degi ef úthlutaður dagur hentar illa.
Hægt er að sækja sendingar á afhendingarstað í þínu nágrenni.
Afhendingarstaðirnir eru 15 á völdum N1 stöðvum, World Class stöðvum og í Kringlunni:
N1 stöðvar
*Opið 24/7
World Class stöðvar
Kringlan
AFHENDING Á LANDSBYGGÐINNI
Eftir að öll gjöld hafa verið greidd í gegnum Pei greiðsluhlekk fara sendingar á landsbyggðina til Eimskips Flytjanda næsta dag.
Viðskiptavinir á landsbyggðinni geta sótt sínar sendingar á afgreiðslustaði Eimskips Flytjanda um allt land. Viðskiptavinir fá senda tilkynningu þegar pakkinn er komin á áfangastað.
Sjá nánar um afhendingarstaði á vefsíðu Eimskips Flytjanda.
ÞÚ MÁTT SÆKJA TIL OKKAR
Ef þú vilt sækja vöruna þína þá geturðu komið í vöruhúsið okkar í Vatnagörðum 22 og sótt milli kl. 9 og 17 alla virka daga. Greiddu endilega aðflutningsgjöld í gegnum Pei greiðsluhlekk áður en varan er sótt til að flýta fyrir afgreiðslu.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 5 600 750 og í gegnum þjónustunetfang TVG Xpress.
Smellið hér til að fá upp kort á Google Maps